Ferðaþjónustan  spár og greiningar


Fréttir okkar tengjast oftast fjölda ferðamanna og greiningum og spám þar að lútandi enda fyrirtækið lengi verið viðloðandi ferðaþjónustu.
10. Sept 2024

281 þúsund brottfarir ferðamanna í ágúst

Það er svipaður fjöldi og í fyrra. Langfjölmennastir voru Bandaríkjamenn um 30%, Þjóðverjar rúm 8% og Ítalir 7,7%. Þá í fjórða sæti Frakkar 5,8%, svo Kanadamenn 4,6%.

Fjöldi frá áramótum er 1,5 milljónir, sem er 0,8% aukning milli ára. En gistinóttum fækkaði um 5,3% á landinu í júlí (ekki komnar tölur f. ágúst) á sama tíma og ferðamönnum fjölgaði um 0,5%. Gistinóttum á árinu hefur almennt verið að fækka, sem þýðir að ferðamenn eru að dvelja styttra en áður. Endurskoðaðar spár um fjölda ferðamanna reikna með u.þ.b. 2,250 milljónum ferðamanna 2024.

8. Júní 2024

155 þúsund brottfarir ferðamanna í maí
Fækkun milli ára nemur -2,3%. Fjölmennastir voru Bandaríkjamenn rúm 27% svo Þjóðverjar 7,6% og Pólverjar 7,4% (mikið vinnuafl). Þá í fjórða sæti Bretar 6,1%, Hollendingar 4,8% og Ítalir 4,6%.

Fjöldi frá áramótum er núna 748 þúsund sem er 3,9% fjölgun milli ára. Það vantar stundum í umræðuna að það er ákveðin þróun í heiminum að fólk fer í styttri og tíðari ferðir.   

 

8. Mars 2024


156 þúsund brottfarir í febrúar 2024
Einungis einu sinni hefur fjöldi verið meiri eða í febrúar 2018. Lang fjölmennastir voru Bretar rúm 30%, Bandaríkjamenn 16,5% svo Kínverjar 7,4%. Þar næst Hollendingar 5% og svo Þjóðverjar 4.3%.   

Spár vegna 2024
Spár flestra aðila hljóða uppá um 2,4 milljónir eða um 8% aukningu frá síðasta ári. 

 


Brottfarir

281 þúsund brottfarir ferðamanna í ágúst
Það er svipaður fjöldi og í fyrra. Langfjölmennastir voru Bandaríkjamenn um 30%, Þjóðverjar rúm 8% og Ítalir 7,7%. Þá í fjórða sæti Frakkar 5,8%, svo Kanadamenn 4,6%.


Fjöldi 

Fjöldi frá áramótum er 1,5 milljónir, sem er 0,8% aukning milli ára. En gistinóttum fækkaði um 5,3% á landinu í júlí (ekki komnar tölur f. ágúst) á sama tíma og ferðamönnum fjölgaði um 0,5%. Gistinóttum á árinu hefur almennt verið að fækka, sem þýðir að ferðamenn eru að dvelja styttra en áður. Endurskoðaðar spár um fjölda ferðamanna reikna með u.þ.b. 2,250 milljónum ferðamanna 2024.