Ferðaþjónustan spár og greiningar
Fréttir okkar tengjast oftast fjölda ferðamanna og greiningum og spám þar að lútandi enda fyrirtækið lengi verið viðloðandi ferðaþjónustu.
Brottfarir
281 þúsund brottfarir ferðamanna í ágúst
Það er svipaður fjöldi og í fyrra. Langfjölmennastir voru Bandaríkjamenn um 30%, Þjóðverjar rúm 8% og Ítalir 7,7%. Þá í fjórða sæti Frakkar 5,8%, svo Kanadamenn 4,6%.
Fjöldi
Fjöldi frá áramótum er 1,5 milljónir, sem er 0,8% aukning milli ára. En gistinóttum fækkaði um 5,3% á landinu í júlí (ekki komnar tölur f. ágúst) á sama tíma og ferðamönnum fjölgaði um 0,5%. Gistinóttum á árinu hefur almennt verið að fækka, sem þýðir að ferðamenn eru að dvelja styttra en áður. Endurskoðaðar spár um fjölda ferðamanna reikna með u.þ.b. 2,250 milljónum ferðamanna 2024.